Innlent

Bílstjórinn braut ekki lög

Vöruflutningabílstjóri braut ekki lög þegar hann ók vöruflutningabifreið í meira en sjö daga án þess að taka sér lögboðna vikuhvíld. Þetta þótti brjóta í bága við hvíldartíma sem fjallað er um í EES-samningnum. Ríkissaksóknari gaf út opinbera ákæru á hendur manninum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að sjálfstæða verknaðarlýsingu á broti gegn hvíldartímanum vantaði í umferðarlög sem vísað væri í, sem og reglugerð sem sett var með stoð í lögunum. Því væri ekki um að ræða svo skýra refsiheimild að samrýmdist stjórnarskránni og var bílstjórinn því sýknaður af ákærunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×