Margrét Lára í Val 29. október 2004 00:01 Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við Val en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í samtali við Fréttablaðið að koma hennar væri mikil lyftistöng fyrir félagið. "Hún er dýrkuð og dáð á Hlíðarenda og mun styrkja okkur mikið. Við horfum ekki síst til Evrópukeppninnar í því samhengi þar sem við verðum með í fyrsta sinn," sagði Börkur. Margrét Lára er dóttir Viðars Elíassonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV og þegar Fréttablaðið innti hana eftir því hvort pabbi hefði tekið vel í félagskiptin sagði Margrét Lára að hann styddi hana fullkomlega. "Foreldrar mínir eru frábærir og hafa alltaf stutt við bakið á mér. Pabbi skildi þetta vel," sagði Margrét Lára og játti því að hann hefði tekið fjölskylduna fram yfir félagið. Margrét Lára mun stunda nám við Menntaskólann í Kópavogi og sagðist vonast til að ná samræma skólann og fótboltann betur en undanfarin ár. "Ég hef átt erfitt með samræma þetta tvennt í Vestmannaeyjum því ég hef eytt svo miklum tíma upp á landi en nú vonast ég til að bót verði á. Valsliðið er mjög sterkt og það eru spennandi tímar framundan með þátttöku í Evrópukeppni," sagði Margrét Lára sem viðurkenndi að hún hefði augastað á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum, titli sem hún hefur veirð nálægt því að vinna undanfarin tvö ár. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við Val en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði í samtali við Fréttablaðið að koma hennar væri mikil lyftistöng fyrir félagið. "Hún er dýrkuð og dáð á Hlíðarenda og mun styrkja okkur mikið. Við horfum ekki síst til Evrópukeppninnar í því samhengi þar sem við verðum með í fyrsta sinn," sagði Börkur. Margrét Lára er dóttir Viðars Elíassonar, formanns knattspyrnudeildar ÍBV og þegar Fréttablaðið innti hana eftir því hvort pabbi hefði tekið vel í félagskiptin sagði Margrét Lára að hann styddi hana fullkomlega. "Foreldrar mínir eru frábærir og hafa alltaf stutt við bakið á mér. Pabbi skildi þetta vel," sagði Margrét Lára og játti því að hann hefði tekið fjölskylduna fram yfir félagið. Margrét Lára mun stunda nám við Menntaskólann í Kópavogi og sagðist vonast til að ná samræma skólann og fótboltann betur en undanfarin ár. "Ég hef átt erfitt með samræma þetta tvennt í Vestmannaeyjum því ég hef eytt svo miklum tíma upp á landi en nú vonast ég til að bót verði á. Valsliðið er mjög sterkt og það eru spennandi tímar framundan með þátttöku í Evrópukeppni," sagði Margrét Lára sem viðurkenndi að hún hefði augastað á fyrsta Íslandsmeistaratitlinum, titli sem hún hefur veirð nálægt því að vinna undanfarin tvö ár.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira