Deilt um stöðu borgarstjóra 2. nóvember 2004 00:01 Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira