Titringur í borgarstjórn 2. nóvember 2004 00:01 Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira