Bush sigurvegari

George Bush, forseti Bandaríkjanna, mun flytja ræðu klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma, eða klukkan 15 að staðartíma í Washington, þar sem hann mun tilkynna sigur sinn í forsetakosningunum í gær. John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hringdi í hann fyrir stundu og óskaði honum til hamingju samkvæmt Reuters-fréttastofunni. Kerry mun flytja ávarp klukkan 18 að íslenskum tíma. Við þetta má bæta að Davíð Oddsson utanríkisráðherra sendi Bush heillaóskaskeyti fyrr í dag.