Hækkun leikskólagjalda mótmælt 6. nóvember 2004 00:01 Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira