Hækkun leikskólagjalda mótmælt 6. nóvember 2004 00:01 Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira