Læknir í þremur kærumálum 8. nóvember 2004 00:01 Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira