Verkfall brestur á að nýju 8. nóvember 2004 00:01 Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. Tæplega fimmþúsund kennararar voru á kjörskrá um miðlunartillögu sáttasemjara. Klukkan eitt í dag rann út frestur til að skila inn atkvæðum og þá höfðu 4617 kennarar skilað inn atkvæði sínu. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir úrslitin þýða að miðlunartillagan hafi fengið mjög eindregna og skýra andstöðu. Hann segist þurfa að ráðgast við samningsaðila áður en ákveðið verði hvert næsta skref sé og á von á því að boðað verði til fundar strax í kvöld. Gunnar Rafn Sigurbjörnssonm, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir þetta þýða að samningsaðilar séu komnir aftur á byrjunarreit. Að sögn Gunnars mun nefndin fara fram á það við kennara að verkfallinu verði aflýst því aðstæðurnar í þjóðfélaginu séu það þungbærar að þær trufli gang eðlilegra viðræðna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir þetta líklega mest afgerandi niðurstöðu kosninga innan raða stéttarinnar. Hann lítur á þetta sem yfirlýsingu félagsmanna um að það sem verið hafi á borðinu sé langt frá því sem nokkur geti sætt sig við. Þetta eru því skilaboð til forystunnar um að halda áfram með viðræðurnar. Eiríkur segir ekki mögulegt að fresta verkfalli án þess að fyrir liggi viðunandi samningstilboð. Verkfall mun því að öllu óbreyttu hefjast að nýju á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Kennarar kolfelldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilunni við sveitarfélögin. 93% þeirra voru á móti tillögunni. Launanefnd sveitarfélaga ætlar að biðja kennara um að aflýsa verkfalli en formaður Kennarasambandsins segir að það verði ekki gert nema nýtt útspil komi frá launanefndinni í kvöld. Allt bendir til þess að verkfall kennara bresti á að nýju á morgun. Tæplega fimmþúsund kennararar voru á kjörskrá um miðlunartillögu sáttasemjara. Klukkan eitt í dag rann út frestur til að skila inn atkvæðum og þá höfðu 4617 kennarar skilað inn atkvæði sínu. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir úrslitin þýða að miðlunartillagan hafi fengið mjög eindregna og skýra andstöðu. Hann segist þurfa að ráðgast við samningsaðila áður en ákveðið verði hvert næsta skref sé og á von á því að boðað verði til fundar strax í kvöld. Gunnar Rafn Sigurbjörnssonm, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir þetta þýða að samningsaðilar séu komnir aftur á byrjunarreit. Að sögn Gunnars mun nefndin fara fram á það við kennara að verkfallinu verði aflýst því aðstæðurnar í þjóðfélaginu séu það þungbærar að þær trufli gang eðlilegra viðræðna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir þetta líklega mest afgerandi niðurstöðu kosninga innan raða stéttarinnar. Hann lítur á þetta sem yfirlýsingu félagsmanna um að það sem verið hafi á borðinu sé langt frá því sem nokkur geti sætt sig við. Þetta eru því skilaboð til forystunnar um að halda áfram með viðræðurnar. Eiríkur segir ekki mögulegt að fresta verkfalli án þess að fyrir liggi viðunandi samningstilboð. Verkfall mun því að öllu óbreyttu hefjast að nýju á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira