Innlent

Meirihlutinn samþykktur

Félagsfundur Vestmannaeyjalista samþykkti í gærkvöld yfirlýsingu um nýtt meirihlutasamstarf V-listans og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfélagið í Eyjum samþykkti meirihlutasamstarfið á fundi á laugardag. Síðasta föstudag sleit V-listinn, sem er með þrjá bæjarfulltrúa, meirihlutasamstarfi við stakan fulltrúa Framsóknarflokksins. Yfirlýsing um nýja samstarfið er með yfirskriftina "Friður og framfarir". Lúðvík Bergvinsson, oddviti V-listans, segir verkefnin liggja fyrir. "Þetta snýst að mestu um samgöngu- og atvinnumál," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×