Innlent

Áhyggjur á Alþingi

Nýleg skoðanakönnun Gallups um afstöðu Íslendinga til flótamanna og málefna útlendinga varð tilefni til utandagskrárumræðna á Alþingi í gær. Niðurstöðurnar benda til að Íslendingum sem taka vilja við fleiri flóttamönnum hefur fækkaðu um 18% á 5 árum. Þá hefur þeim sem telja að útlendingar sem flytji til Íslands megi halda eigin siðum og venjum hafi faækkað um 13%. "Ég tel það verulegt áhyggjuefni að sjá þessa þróun í viðhorfi Íslendinga og ég óttast að víða sé pottur brotinn í félagslegri aðlögun þeirra", sagði málshefjandi Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingu. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra sagði að niðurstöðurnar væru umhugsunarefni. Hann benti á að öfugt við nágrannalöndin væri flestir flóttamenn og útlendingar á Íslandi í vinnu. Hann sagði að flóttamannaráð væri nú að kanna hag flóttamanna sem hingað hefðu komið og ástæðu til að kanna almennt stöðu útlendinga. Þá sagði hann að félags- og dómsmálaráðuneyti væru að fara yfir hvernig einfalda mætti stjórnsýslu við útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×