Innlent

Kyoto leyfir 1 álver

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra telur að pláss sé fyrir eitt nýtt 300 þúsund tonna álver eða eina stækkun núverandi álvera ef öll heimild Íslands til aukningar losunar koltvíseyrings verði nýtt í stóriðju samkvæmt Kyoto-samningnum. "Það er ljóst að það er ekki pláss fyrir mörg álver, svo mikið er víst", segir Valgerður. Ráðherra lagði fram útreikninga á ríkisstjórnarfundi í morgun um hve mikil aukning Íslands mætti vera í tilefni af því Rússland hefur undirritað Kyoto-samninginn. Gert er ráð fyrir að auka megi losun koltvíserings um 417.000 tonn á gildistíma svokallaðs sérákvæðis Íslands 2008-2112. Í þeim tölum er ekki gert ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík og er því útlit fyrir að á þessu árabili verði að velja á milli þeirrar stækkunar og nýs álvers, líklega fyrir norðan. Þó er mögulegt að kaupa losunarkvóta erlendis frá. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segist efast um 417.000 tonna svigrúm dugi fyrir nýju 300 þúsund tonna álveri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×