Innlent

Ráðherra sagður sniðganga þing

Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri-grænum gagnrýndi menntamálaráðherra harkalega á Alþingi í gær fyrir að hafa átt hlut að stofnun Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ án þess að hafa svo mikið sem kynnt málið á þingi:"Það sem ég gagnrýni er hvernig þessi ákvörðun er tekin, ákvarðanir hafa ekki verið teknar fyrir opnum tjöldum og engin fagleg umræða farið fram". Fulllyrti þingmaðurinn að Háskólinn í Reykjavík leppaði Íþróttaakademíuna en hún myndi útskrifa 130 íþróttafræðinga árlega þegar hún væri komin í gagnið. Þetta þýddi að ríkinu yrði sendur reikningur fyrir á annað hundrað nemendum án þess að þingið væri spurt álits. Verið væri að stofna nýjan háskóla án umræðu, sem ógnaði tilvist íþróttafræðasetursins á Laugarvatni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði málið hið mesta fagnaðarefni, ríkið kæmi þó ekki beint að því heldur hefði verið samið við Háskólann í Reykjavík en hann síðan samið sjálfstætt við Íþróttaak



Fleiri fréttir

Sjá meira


×