Erlent

Kosningarnar í uppnámi?

Herskár íslamskur hópur ógnar væntanlegum frambjóðendum og kjósendum í fyrirhuguðum kosningum í Írak í janúar. Hópurinn hótar því að hver sá múslimi sem bjóði sig fram í kosningum verði refsað í nafni guðs. Yfirvöld í Írak og Bandaríkjaher hafa undanfarið lagt allt kapp á að frjálsar kosningar í Írak muni fara fram á tilsettum tíma. Átök eru enn í Fallujah en hópur uppreisnarmanna í borginni gerði harða atlögu að herjum Bandaríkjamanna og Íraka í gær, og það var þrátt fyrir yfirlýsingar Bandaríkjahers um að næstum engir uppreisnarmenn væru í borginni. Nú hefur fimmtíu og einn bandarískur hermaður látist í átökunum í Fallujah en þau hafa staðið í ellefu daga. Hörð átök eru enn víða um Írak en írakskar öryggissveitir handtóku í gær yfir eitthundrað uppreisnarmenn í Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×