Innlent

Funda aftur á miðvikudag

Samninganefndir leikskólakennara og sveitarfélaga komu saman í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun og fara leikskólakennarar fram á svipaðar kjarabætur og aðrir kennarar sömdu um. Samningar þeirra hafa verið lausir síðan í ágústlok. Fundurinn stóð í tvær klukkustundir og ætla samningamenn að hittast aftur á miðvikudag. Þessari deilu hefur ekki verið vísað til Ríkissáttasemjara þótt samningamenn hittist í húsakynnum hans. Í síðustu viku ætluðu leikskólakennarar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall sem myndi skella á í janúar en ákváðu að bíða framvindu mála hjá grunnskólakennurum. Leikskólakennarar eru um fimmtán hundruð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×