Innlent

Fordæma aðgerðaleysi ráðherra

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna auknum fjárframlögum til Samkeppnisstofnunar en fordæma aðgerðarleysi viðskiptaráðherra gagnvart bönkum og tryggingafélögum. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi hreyfingarinnar í gær. Í ályktuninni segir orðrétt: Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna því að fjárframlög til Samkeppnisstofnunar verði aukin. Forkastanlegt er að um 120 mál bíði úrlausnar hjá stofnuninni og að hana vanti tugi milljóna til að standa undir lögbundnum skyldum sínum. Ungir jafnaðarmenn fordæma hins vegar að viðskiptaráðherra ætli ekki að óska eftir rannsókn á því hvort að verðsamráð eða ólöglegir viðskiptahættir tíðkist eða tíðkuðust í bankakerfinu og hjá tryggingafélögunum, líkt og ráðherrann gerði á sínum tíma þegar hún óskaði eftir því við Samkeppnisstofnun að olíufélögin yrðu rannsökuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×