Ráðherra hlusti á launþega 21. nóvember 2004 00:01 Formaður BSRB segir nær að forsætisráðherra hlusti á kröfur launþega í stað þess að skammast út í þá. Í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær boðaði forsætisráðherra verri stöðu í efnahagsmálum, ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar. Á fundinun í gær sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar gæti þjóðfélagið ekki þolað það; það myndi leiða til verðbólgu sem yrði til þess að rýra kjör allra. Samningar flestra opinberra starfsmanna renna út um næstu mánaðamót og samningar flestra bæjarstarfamannafélaga innan vébanda BSRB renna út í mars á næsta ári. Félögin setja fram kröfur hvert á sínum forsendum og eru að setjast við samningaborðið þessa dagana. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, gefur lítið fyrir varnaðarorð forsætisráðherra. Hann spyr hvort ekki væri nær að hlusta á fólk og þau rök sem það tefli fram, áður en byrjað er að skamma það. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir félagsmenn sína raunsæja og að aðaláhersla verði lögð á að hækka lægstu launin í komandi kjaraviðræðum. Hún segist sannfærð um að þó allir ríkisstarfsmenn fengu launahækkanir færi efnahagslífið ekki í kaldakol, enda launahækkun kennara stórlega orðum aukin. Þá má minna á að kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ verða endurskoðaðir í október á næsta ári með tilliti til verðbólgu og launaþróunar annarra hópa. Félögin fara þá væntanlega í gegnum þá umræðu hvort það teljist eðlilegt og rökrétt að laun kennara séu orðin 130 prósentum hærri en laun þeirra tekjulægstu innan ASÍ. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Formaður BSRB segir nær að forsætisráðherra hlusti á kröfur launþega í stað þess að skammast út í þá. Í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær boðaði forsætisráðherra verri stöðu í efnahagsmálum, ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar. Á fundinun í gær sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar gæti þjóðfélagið ekki þolað það; það myndi leiða til verðbólgu sem yrði til þess að rýra kjör allra. Samningar flestra opinberra starfsmanna renna út um næstu mánaðamót og samningar flestra bæjarstarfamannafélaga innan vébanda BSRB renna út í mars á næsta ári. Félögin setja fram kröfur hvert á sínum forsendum og eru að setjast við samningaborðið þessa dagana. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, gefur lítið fyrir varnaðarorð forsætisráðherra. Hann spyr hvort ekki væri nær að hlusta á fólk og þau rök sem það tefli fram, áður en byrjað er að skamma það. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir félagsmenn sína raunsæja og að aðaláhersla verði lögð á að hækka lægstu launin í komandi kjaraviðræðum. Hún segist sannfærð um að þó allir ríkisstarfsmenn fengu launahækkanir færi efnahagslífið ekki í kaldakol, enda launahækkun kennara stórlega orðum aukin. Þá má minna á að kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ verða endurskoðaðir í október á næsta ári með tilliti til verðbólgu og launaþróunar annarra hópa. Félögin fara þá væntanlega í gegnum þá umræðu hvort það teljist eðlilegt og rökrétt að laun kennara séu orðin 130 prósentum hærri en laun þeirra tekjulægstu innan ASÍ.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira