Innlent

Hafa lækkað verulega

Jóhanna Sigurðardóttir segir á heimasíðu sinni að barnabætur hafi lækkað verulega að raungildi frá því sem þær voru árið 1995. Í því samhengi eigi að líta á hækkun á barnabótum á árunum 2006 og 2007 um 2,4 milljarða. Hún segir að á árunum 1995-2004 hafi útgjöldin verið um 10 milljörðum lægri en þau hefðu verið ef raungildi þeirra hefði haldist óbreytt frá 1995. Því sé ríkisstjórnin að skila innan við fjórðungi þess sem barnafólk hafi verið hlunnfarið um í barnabótum undanfarin 10 ár. Þá bendur hún á að útgjöld vegna barnabóta séu nú 0,5 prósentustigum minna af landsframleiðslu en árið 1995, þegar útgjöldin voru 1,1 prósent. Þá hafi hlutfall tekjutengdra barnabóta aukist úr 44 prósentum 1995 í 81 prósent á þessu ári. Þetta séu svik Framsóknarflokksins um ótekjutengdar barnabætur til allra barna sem lofað hafi verið fyrir kosningarnar 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×