Ræðum við þá sem setja verðmiðana 2. desember 2004 00:01 Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira