Spilaði tölvuleik eftir vopnað rán 2. desember 2004 00:01 Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira