R-listinn hækkar gjöld á borgarbúa 3. desember 2004 00:01 R-listinn hefur samþykkt að hækka ýmiss gjöld sem snúa að sorphirðu, frístundarmálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn að hækka sorphirðugjald fyrir heimili um 30 prósent. Samkvæmt því mun til dæmis gjald fyrir vikulega tæmingu á ruslatunnu hækka úr 7.478 krónum á ári í 9.700 krónur. Gjaldið er hækkað til að það standi undir meðalraunkostnaði við meðhöndlun úrgangs að því er fram kemur í bréfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Borgaryfirvöld samþykktu líka að hækka gjald fyrir hverja unna vinnustund í heimaþjónustu úr 350 krónum 500 krónur eða um rúm 40 prósent. "Það er um verulegar hækkanir að ræða og meiri en við höfum séð oftast áður," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. "Þessar hækkanir eru að vissu leyti afleiðing veikrar fjármálastjórnar R-listans á undanförnum árum. Þetta er ein leiðin, ásamt miklum skattahækkunum, að mæta þeim fjárhagsvanda sem R-listinn stendur frammi fyrir." Gjaldskrá í sundlaugar Reykjavíkur verður hækkuð að jafnaði um tíu prósent. Þannig hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 230 krónum í 250 krónur og fyrir börn úr 100 krónum í 110 krónur. Tíu miða kort hækkar úr 1.650 krónum í 1.900 krónur og árskort úr 19.500 krónum í 21.500 krónur. Á höfuðborgarsvæðinu er dýrast að fara í sund í Reykjavík. R-listinn hefur samþykkt að hækka gjald fyrir barn í frístundarheimili úr 6.500 krónum á mánuði í 7.150. Frístundarheimili bjóða sex til níu ára börnum upp á tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Meirihluti borgarstjórnar hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrá skólahljómsveita og bókasafna. Gjald vegna grunnáms barns í skólahljómsveit fyrir veturinn hækkar úr 14.000 krónum í 15.000. Bókasafnsskírteini fyrir fullorðan hækkar úr 1.000 krónum á ári í 1.200 krónur. Í bréfi frá menningarmálastjóra kemur fram að gjaldið hafi ekki hækkað í þrjú ár. Þá hækkar aðgangseyrir í Árbæjarsafn úr 500 krónum í 600 krónur. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
R-listinn hefur samþykkt að hækka ýmiss gjöld sem snúa að sorphirðu, frístundarmálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn að hækka sorphirðugjald fyrir heimili um 30 prósent. Samkvæmt því mun til dæmis gjald fyrir vikulega tæmingu á ruslatunnu hækka úr 7.478 krónum á ári í 9.700 krónur. Gjaldið er hækkað til að það standi undir meðalraunkostnaði við meðhöndlun úrgangs að því er fram kemur í bréfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Borgaryfirvöld samþykktu líka að hækka gjald fyrir hverja unna vinnustund í heimaþjónustu úr 350 krónum 500 krónur eða um rúm 40 prósent. "Það er um verulegar hækkanir að ræða og meiri en við höfum séð oftast áður," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. "Þessar hækkanir eru að vissu leyti afleiðing veikrar fjármálastjórnar R-listans á undanförnum árum. Þetta er ein leiðin, ásamt miklum skattahækkunum, að mæta þeim fjárhagsvanda sem R-listinn stendur frammi fyrir." Gjaldskrá í sundlaugar Reykjavíkur verður hækkuð að jafnaði um tíu prósent. Þannig hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 230 krónum í 250 krónur og fyrir börn úr 100 krónum í 110 krónur. Tíu miða kort hækkar úr 1.650 krónum í 1.900 krónur og árskort úr 19.500 krónum í 21.500 krónur. Á höfuðborgarsvæðinu er dýrast að fara í sund í Reykjavík. R-listinn hefur samþykkt að hækka gjald fyrir barn í frístundarheimili úr 6.500 krónum á mánuði í 7.150. Frístundarheimili bjóða sex til níu ára börnum upp á tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Meirihluti borgarstjórnar hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrá skólahljómsveita og bókasafna. Gjald vegna grunnáms barns í skólahljómsveit fyrir veturinn hækkar úr 14.000 krónum í 15.000. Bókasafnsskírteini fyrir fullorðan hækkar úr 1.000 krónum á ári í 1.200 krónur. Í bréfi frá menningarmálastjóra kemur fram að gjaldið hafi ekki hækkað í þrjú ár. Þá hækkar aðgangseyrir í Árbæjarsafn úr 500 krónum í 600 krónur.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira