Óábyrgt að hækka ekki skatta 7. desember 2004 00:01 Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Steinunn Valdís mælti í dag fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Hún sagði að mörku að hyggja í stóru sveitarfélagi og undirstrikaði að borgarbúar skynjuðu þá ábyrgð sem þeim væri falin. Þrátt fyrir ábyrga stjórnun í rekstri borgarinnar væru ýmis teikn á lofti sem taka bæri alvarlega og kölluðu á aðhald. Steinunn sagði að það hefði ekki reynst erfið ákvörðun að hækka útsvar og fasteignaskatt. Þetta snerist einfaldlega um ábyrgð og festu í fjármálum. Sveitarfélögin hafi verið í viðræðum við ríkið um aukna tekjustofna og ríkið hafi bent á að þau hafi ekki fullnýtt tekjustofnana. „Við erum að taka við fjölmörgum verkefnum og auka þjónustu og því væri það ábyrgðarleysi að auka ekki tekjur sínar eins og við erum að gera nú,“ sagði borgarstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, sagðist gefa lítið fyrir svona málflutning. R-listinn hefði komið sér í slík óefni vegna óráðsíu í fjármálum og vegna aukinnar skuldasöfnunar. „Ef hann hefði hagað sér þokkalega í fjármálastjórninni á undanförnum árum hefði hann ekki þurft að nýta þessa heimild,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði skattahækkanir skjóta skökku við því árið 2002 hafi þáverandi borgarstjóri lofað að hækka ekki álögur á borgarbúa á næstu fjórum árum vegna skuldasöfnunar. Steinunn Valdís segir forsendur hafa breyst síðan þá. Ýmislegt hafi breyst sem á þeim tíma hafi ekki verið fyrirséð, t.d. aukning einkahlutafélaga og hækkun húsaleigubóta sem hafi komið verulega illa við Reykjavíkurborg. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Steinunn Valdís mælti í dag fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Hún sagði að mörku að hyggja í stóru sveitarfélagi og undirstrikaði að borgarbúar skynjuðu þá ábyrgð sem þeim væri falin. Þrátt fyrir ábyrga stjórnun í rekstri borgarinnar væru ýmis teikn á lofti sem taka bæri alvarlega og kölluðu á aðhald. Steinunn sagði að það hefði ekki reynst erfið ákvörðun að hækka útsvar og fasteignaskatt. Þetta snerist einfaldlega um ábyrgð og festu í fjármálum. Sveitarfélögin hafi verið í viðræðum við ríkið um aukna tekjustofna og ríkið hafi bent á að þau hafi ekki fullnýtt tekjustofnana. „Við erum að taka við fjölmörgum verkefnum og auka þjónustu og því væri það ábyrgðarleysi að auka ekki tekjur sínar eins og við erum að gera nú,“ sagði borgarstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, sagðist gefa lítið fyrir svona málflutning. R-listinn hefði komið sér í slík óefni vegna óráðsíu í fjármálum og vegna aukinnar skuldasöfnunar. „Ef hann hefði hagað sér þokkalega í fjármálastjórninni á undanförnum árum hefði hann ekki þurft að nýta þessa heimild,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði skattahækkanir skjóta skökku við því árið 2002 hafi þáverandi borgarstjóri lofað að hækka ekki álögur á borgarbúa á næstu fjórum árum vegna skuldasöfnunar. Steinunn Valdís segir forsendur hafa breyst síðan þá. Ýmislegt hafi breyst sem á þeim tíma hafi ekki verið fyrirséð, t.d. aukning einkahlutafélaga og hækkun húsaleigubóta sem hafi komið verulega illa við Reykjavíkurborg.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels