Innlent

Dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Maðurinn var dæmdur fyrir fjársvik fyrir að hafa í sumar svikið út leikjatölvu og heimabíó í verslun. Þá framvísaði hann án heimildar debetkorti starfsmannafélags Hafrannsóknarstofnunarinnar. Enn fremur var hann dæmdur fyrir að hafa stolið 50.000 krónum af reikningi starfsmannafélags Hafrannsóknarstofnunar með því nota debertkortið í fjórum hraðbönkum. Einnig notaði hann kortið til bensínkaupa. Maðurinn braut vopnalög þar sem hann átti loftbyssu án tilskilins leyfis og hafði í vörslu sinni tvö bitvopn með 15 og 20 sentímetra blöðum.Þá reyndist hann vera með mikið af munum á heimili sínu sem stolið hafði verið í innbrotum í heimahús. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða 70.000 króna málsvarnarlaun og 53.000 krónur í bætur til starfsmannafélags Hafró.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×