Allt gjafasæði keypt frá Danmörku 17. desember 2004 00:01 Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér á landi er keypt inn frá dönskum sæðisbaka, að sögn Þórðar Óskarssonar læknis á tæknifrjóvgunardeild Art Medica í Kópavogi. Umræða hefur verið í gangi um tæknifrjóvgun í kjölfar ákvörðunar forráðamanna Art Medica um að greiða hérlendum konum fyrir egg til frjóvgunar. Hvað varðar öflun sæðis er það með öðrum hætti. "Við kaupum inn allt gjafasæði frá þessum danska banka," sagði Þórður. "Við þekkjum hvernig hann vinnur og treystum sýnum hans. Það er mjög hagkvæmt að gera þetta með þessum hætti, auk þess sem enginn sæðisbanki er til hér á landi, þar sem sæðið gæti verið tilbúið þegar á þyrfti að halda." Spurður um verð á einingu sæðis, kominni hingað til lands sagði Þórður að skammturinn væri á bilinu 12 - 14.000 krónur. Veriðið gæti þó verið meira ef um magnafslátt væri að ræða. Þá ætti eftir að falla til kostnaður við meðferðina sjálfa, það er að koma sæðisfrumunum fyrir, fylgjast með egglosi og fleira. Þórður sagði að vel væri hægt, tæknilega séð að karlmönnum hér og frjóvga egg konu með því. "Þá verður að koma beiðni frá viðkomandi pari, um að það kjósi íslenskan gjafa. Ef til vill myndu þau vilja einhvern ákveðinn gjafa, sem er alveg heimilt. En þá yrðum við að tala við hann og rannsaka hann. Hann yrði að undirgangast prufur og skila inn sýni, sem við yrðum að geyma í hálft ár. Að því liðnu yrðum við að endurtaka allar rannsóknir á honum aftur. Við yrðum að vinna eftir nákvæmlega sömu reglum og gilda í sæðisbankanum sem við verslum við. Það myndi tefja meðferðina um hálft ár ef þessi leið væri farin, en vissulega er hún heimil." Þórður sagði að gera mætti ráð fyrir að til yrðu 4 - 5 börn á ári með gjafasæði. Það hlutfall í blöndun þjóðarinnar sem væri tilkomið með því væri því aðeins brotabrot af allri þeirri blöndun landsmanna við aðrar þjóðir. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira
Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér á landi er keypt inn frá dönskum sæðisbaka, að sögn Þórðar Óskarssonar læknis á tæknifrjóvgunardeild Art Medica í Kópavogi. Umræða hefur verið í gangi um tæknifrjóvgun í kjölfar ákvörðunar forráðamanna Art Medica um að greiða hérlendum konum fyrir egg til frjóvgunar. Hvað varðar öflun sæðis er það með öðrum hætti. "Við kaupum inn allt gjafasæði frá þessum danska banka," sagði Þórður. "Við þekkjum hvernig hann vinnur og treystum sýnum hans. Það er mjög hagkvæmt að gera þetta með þessum hætti, auk þess sem enginn sæðisbanki er til hér á landi, þar sem sæðið gæti verið tilbúið þegar á þyrfti að halda." Spurður um verð á einingu sæðis, kominni hingað til lands sagði Þórður að skammturinn væri á bilinu 12 - 14.000 krónur. Veriðið gæti þó verið meira ef um magnafslátt væri að ræða. Þá ætti eftir að falla til kostnaður við meðferðina sjálfa, það er að koma sæðisfrumunum fyrir, fylgjast með egglosi og fleira. Þórður sagði að vel væri hægt, tæknilega séð að karlmönnum hér og frjóvga egg konu með því. "Þá verður að koma beiðni frá viðkomandi pari, um að það kjósi íslenskan gjafa. Ef til vill myndu þau vilja einhvern ákveðinn gjafa, sem er alveg heimilt. En þá yrðum við að tala við hann og rannsaka hann. Hann yrði að undirgangast prufur og skila inn sýni, sem við yrðum að geyma í hálft ár. Að því liðnu yrðum við að endurtaka allar rannsóknir á honum aftur. Við yrðum að vinna eftir nákvæmlega sömu reglum og gilda í sæðisbankanum sem við verslum við. Það myndi tefja meðferðina um hálft ár ef þessi leið væri farin, en vissulega er hún heimil." Þórður sagði að gera mætti ráð fyrir að til yrðu 4 - 5 börn á ári með gjafasæði. Það hlutfall í blöndun þjóðarinnar sem væri tilkomið með því væri því aðeins brotabrot af allri þeirri blöndun landsmanna við aðrar þjóðir.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira