Hansína er nýi bæjarstjórinn 19. desember 2004 00:01 Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn." Fréttir Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sigurðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði annað sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. "Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni," segir Hansína. "Þetta bar afskaplega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjölskylda mín var búin að skipuleggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma," segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmælishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. "Það segir sig sjálft að hlutverk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstrarafgang miðað við önnur sveitarfélög," segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópavogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkelssyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari nánast allan sinn starfsaldur, síðustu árin í Kópavogsskóla. "Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig," segir hún. Hansína hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjölskyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. "Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barnabörnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn."
Fréttir Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira