Hluti af starfi SÁÁ í uppnámi 20. desember 2004 00:01 Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira