Siðlaus stefna stjórnvalda 22. desember 2004 00:01 Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira