Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tíu mörk, þar af sjö úr vítum, fyrir félag sitt, Minden, er það lagði Concordia Delitzsch, 38-26, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Minden er í fjórtánda sæti deildarinnar eftir leikinn.
Kronau/Östringen vann síðan sigur á Wetzlar, 28-26, en Róbert Sighvatsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar í leiknum.