Aðeins fyrir karla fyrir utan Vigdísi 30. nóvember 2005 14:00 "Við vonumst til þess að fylla salinn af körlum," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem boðar til karlaráðstefnu um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi á morgun. Einungis karlar fá að taka til máls á ráðstefnunni, með einni undantekningu þó því Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna og situr hana sem heiðursgestur og verndari. Upphaflega er þetta hugmynd Vigdísar sem hún setti fram á ráðstefnu í Borgarleikhúsinu fyrir ári, þar sem hún leit fram í salinn og spurði: Hvar eru karlarnir? Árni tók Vigdísi á orðinu og þau hittust til að ræða þessa hugmynd, að halda sérstaka karlaráðstefnu um jafnréttismál. Árni hefur síðan unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt þeim Bjarna Ármannssyni, Gunnari Páli Pálssyni, Ingólfi V. Gíslasyni, Ólafi Stephensen og Runólfi Ágústssyni. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson flytja þar erindi. Ennfremur stýrir Egill Helgason tvennum pallborðsumræðum. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum en á hinu pallborðinu reynsluboltar sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Árni segir uppsetningu ráðstefnunnar sérstaklega miðast við að hún falli að óskum karla. "Þetta verða stutt og hnitmiðuð erindi, brotin upp með kaffihléi og pallborðsumræðum. Vonandi verður síðan snörp umræða og skörp. Ekki verður gert ráð fyrir því að konur sæki ráðstefnuna, að Vigdísi undanskilinni. Nokkuð margar konur hafa hins vegar sagt við mig að þær gætu alveg hugsað sér að vera fluga á vegg. En ég get huggað þær með því að ráðstefnan verður tekin upp og hún verður aðgengileg á netinu innan fárra daga." Menning Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
"Við vonumst til þess að fylla salinn af körlum," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem boðar til karlaráðstefnu um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi á morgun. Einungis karlar fá að taka til máls á ráðstefnunni, með einni undantekningu þó því Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna og situr hana sem heiðursgestur og verndari. Upphaflega er þetta hugmynd Vigdísar sem hún setti fram á ráðstefnu í Borgarleikhúsinu fyrir ári, þar sem hún leit fram í salinn og spurði: Hvar eru karlarnir? Árni tók Vigdísi á orðinu og þau hittust til að ræða þessa hugmynd, að halda sérstaka karlaráðstefnu um jafnréttismál. Árni hefur síðan unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt þeim Bjarna Ármannssyni, Gunnari Páli Pálssyni, Ingólfi V. Gíslasyni, Ólafi Stephensen og Runólfi Ágústssyni. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson flytja þar erindi. Ennfremur stýrir Egill Helgason tvennum pallborðsumræðum. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum en á hinu pallborðinu reynsluboltar sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Árni segir uppsetningu ráðstefnunnar sérstaklega miðast við að hún falli að óskum karla. "Þetta verða stutt og hnitmiðuð erindi, brotin upp með kaffihléi og pallborðsumræðum. Vonandi verður síðan snörp umræða og skörp. Ekki verður gert ráð fyrir því að konur sæki ráðstefnuna, að Vigdísi undanskilinni. Nokkuð margar konur hafa hins vegar sagt við mig að þær gætu alveg hugsað sér að vera fluga á vegg. En ég get huggað þær með því að ráðstefnan verður tekin upp og hún verður aðgengileg á netinu innan fárra daga."
Menning Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“