Síðasta vaxtahækkun skilaði sér að fullu 3. desember 2005 08:00 Davíð Oddsson tilkynnir hækkun stýrivaxta. Davíð sagði að horfur væru á að það dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Húsnæðisverð þyrfti að lækka og gengi krónunnar að haldast tiltölulega hátt og stöðugt. "Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Þetta þýðir að stýrivextir Seðlabankans verða 10,5 prósent. Mun það væntanlega leiða til þess að vextir af skammtímaskuldum landsmanna sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum hækki fljótlega sem þessu nemur. Þetta er ekki eins mikil hækkun vaxta eins og greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í september hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent og sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi Seðlabankastjóri, að skilaboðin væru skýr. Ætlunin væri að standa við verðbólgumarkið um 2,5 prósent verðbólgu. Aðspurður hvort þetta væri nógu mikil vaxtahækkun og hvort trúverðugleika Seðlabankans væri stefnt í voða sagði Davið svo ekki vera. Síðasta hækkun hefði skilað tilætluðum árangir í fyrsta skipti frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Í kjölfarið hækkuðu útlánavextir banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs, en hækkun fasteignaverðs hefði verið mikill drifkraftur verðbólgu undanfarið. Þá sagði Davíð að ákveðið hefði verið að fjölga formlegum vaxtaákvörðunardögum úr fjórum í sex. Seðlabankinn myndi endurskoða stöðuna 26. janúar næstkomandi og taka nýja ákvörðun um hvort hækka ætti vexti. Bankinn gæti þó breytt vöxtum hvenær sem er en þyrfti að rökstyðja ákvörðun sína sex sínum á ári. Meginmarkmið Seðlabankans er að halda aftur af verðbólgu. Skal hún vera sem næst 2,5 prósentum á ársgrundvelli. Miðað við óbreytta vexti og gengi krónunnar eru horfur á að verðbólgan verði 3,1 prósent eftir eitt ár samkvæmt spá Seðlabankans. Greiningardeildir bankanna gera þó ráð fyrir meiri verðbólgu og að gengi krónunnar falli á næsta ári. Þá geta innfluttar vörur hækkað og aukið þrýsting á verðbólguna. Þetta er óvissuþáttur sem getur haft mikil áhrif á þróun mála næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er því líklegt að vextir fari enn hærra á næsta ári. Hvernig virka stýrivextir? Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans veldur undir eðlilegum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hagstæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eftirspurn í hagkerfinu og draga úr verðbólgu. Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
"Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Þetta þýðir að stýrivextir Seðlabankans verða 10,5 prósent. Mun það væntanlega leiða til þess að vextir af skammtímaskuldum landsmanna sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum hækki fljótlega sem þessu nemur. Þetta er ekki eins mikil hækkun vaxta eins og greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í september hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent og sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi Seðlabankastjóri, að skilaboðin væru skýr. Ætlunin væri að standa við verðbólgumarkið um 2,5 prósent verðbólgu. Aðspurður hvort þetta væri nógu mikil vaxtahækkun og hvort trúverðugleika Seðlabankans væri stefnt í voða sagði Davið svo ekki vera. Síðasta hækkun hefði skilað tilætluðum árangir í fyrsta skipti frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Í kjölfarið hækkuðu útlánavextir banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs, en hækkun fasteignaverðs hefði verið mikill drifkraftur verðbólgu undanfarið. Þá sagði Davíð að ákveðið hefði verið að fjölga formlegum vaxtaákvörðunardögum úr fjórum í sex. Seðlabankinn myndi endurskoða stöðuna 26. janúar næstkomandi og taka nýja ákvörðun um hvort hækka ætti vexti. Bankinn gæti þó breytt vöxtum hvenær sem er en þyrfti að rökstyðja ákvörðun sína sex sínum á ári. Meginmarkmið Seðlabankans er að halda aftur af verðbólgu. Skal hún vera sem næst 2,5 prósentum á ársgrundvelli. Miðað við óbreytta vexti og gengi krónunnar eru horfur á að verðbólgan verði 3,1 prósent eftir eitt ár samkvæmt spá Seðlabankans. Greiningardeildir bankanna gera þó ráð fyrir meiri verðbólgu og að gengi krónunnar falli á næsta ári. Þá geta innfluttar vörur hækkað og aukið þrýsting á verðbólguna. Þetta er óvissuþáttur sem getur haft mikil áhrif á þróun mála næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er því líklegt að vextir fari enn hærra á næsta ári. Hvernig virka stýrivextir? Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans veldur undir eðlilegum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hagstæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eftirspurn í hagkerfinu og draga úr verðbólgu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira