Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Árni Sæberg skrifar 5. desember 2025 16:21 Þeir sem veiða þorsk munu greiða ríflega 90 prósent hærra veiðigjald á næsta ári. Vísir/Vilhelm Veiðigjöld fyrir árið 2026 hafa verið birt en þau eru þau fyrstu frá breytingu á útreikningi veiðigjalda. Veiðigjöld á þorski fara til að mynda úr 26,68 krónum á kíló af óslægðum afla upp í 50,79 krónur. Það gerir hækkun upp á 90,4 prósent. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins af veiðigjaldi næsta árs verði um fimmtán milljarðar. Auglýsing um veiðigjöld næsta árs var birt nú síðdegis. Auglýsingin var nokkuð seinna á ferðinni en venjulega, líkt og Vísir fjallaði um nokkrum mínútum áður en auglýsingin var birt. Umdeildar breytingar á lögum um veiðigjöld voru samþykktar í sumar. Með þeim voru gerðar breytingar á viðmiðum við útreikning aflaverðmætis sem hefur í för með sér áhrif til hækkunar veiðigjalds. Ein langreyður skilar 77 þúsund krónum í kassann Hins vegar þarf að reikna út gjaldið ár hvert miðað við þær forsendur sem lög gera ráð fyrir við ákvörðun gjaldsins og nú hafa niðurstöður þeirra útreikninga verið birtar. Í auglýsingunni í Stjórnartíðindum segir að veiðigjald á landaðan afla frá og með 1. janúar til 31. desember 2026 nemi í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla þeim fjárhæðum sem hér segir: Tegund kr./kg Þorskur 50,79 Ýsa 22,92 Ufsi 14,34 Karfi/gullkarfi 12,43 Langa 12,84 Keila 4,74 Steinbítur 13,89 Hlýri 13,69 Grálúða 43,50 Lúða 54,42 Skarkoli 31,42 Þykkvalúra/sólkoli 49,26 Langlúra 35,24 Sandkoli 14,57 Síld 4,37 Kolmunni 2,31 Makríll 26,17 Rækja/djúprækja 9,04 Djúpkarfi 16,82 Grásleppa 19,11 Veiðigjald á hverja veidda langreyði verði 76.907 krónur og 12.305 krónur á hverja hrefnu. Veiðigjald á sjávargróður verði 769 krónur á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara, miðað við blautþyngd. Miðað við veiðigjöld ársins 2025 hækka veiðigjöld á þorski til að mynda um 90,4 prósent, á ýsu um 13,4 prósent. Mest hækkun er í makríl, upp á 151 prósent, og grásleppa hækkar um 69 prósent. Veiðigjöld á síld lækka langmest, um 57 prósent. Kolmunni lækkar um 44 prósent og hlýri um 33 prósent. Engin gjöld á loðnu Hér að neðan má sjá töflu sem sýnir veiðigjöld ársins og næsta árs og breytingu milli ára. Veiðigjöld á þrjár fiskitegundir detta út og gjöld á aðrar þrjár bætast við. Það skýrist af því að útreikningur veiðigjalda miðar við þarnæsta ár á undan. Þannig verða til að mynda engin veiðigjöld innheimt vegna loðnu á næsta ári, að því gefnu að kvóti verði gefinn út, þar sem að engin loðna var veidd í fyrra. Vísir Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Auglýsing um veiðigjöld næsta árs var birt nú síðdegis. Auglýsingin var nokkuð seinna á ferðinni en venjulega, líkt og Vísir fjallaði um nokkrum mínútum áður en auglýsingin var birt. Umdeildar breytingar á lögum um veiðigjöld voru samþykktar í sumar. Með þeim voru gerðar breytingar á viðmiðum við útreikning aflaverðmætis sem hefur í för með sér áhrif til hækkunar veiðigjalds. Ein langreyður skilar 77 þúsund krónum í kassann Hins vegar þarf að reikna út gjaldið ár hvert miðað við þær forsendur sem lög gera ráð fyrir við ákvörðun gjaldsins og nú hafa niðurstöður þeirra útreikninga verið birtar. Í auglýsingunni í Stjórnartíðindum segir að veiðigjald á landaðan afla frá og með 1. janúar til 31. desember 2026 nemi í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla þeim fjárhæðum sem hér segir: Tegund kr./kg Þorskur 50,79 Ýsa 22,92 Ufsi 14,34 Karfi/gullkarfi 12,43 Langa 12,84 Keila 4,74 Steinbítur 13,89 Hlýri 13,69 Grálúða 43,50 Lúða 54,42 Skarkoli 31,42 Þykkvalúra/sólkoli 49,26 Langlúra 35,24 Sandkoli 14,57 Síld 4,37 Kolmunni 2,31 Makríll 26,17 Rækja/djúprækja 9,04 Djúpkarfi 16,82 Grásleppa 19,11 Veiðigjald á hverja veidda langreyði verði 76.907 krónur og 12.305 krónur á hverja hrefnu. Veiðigjald á sjávargróður verði 769 krónur á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara, miðað við blautþyngd. Miðað við veiðigjöld ársins 2025 hækka veiðigjöld á þorski til að mynda um 90,4 prósent, á ýsu um 13,4 prósent. Mest hækkun er í makríl, upp á 151 prósent, og grásleppa hækkar um 69 prósent. Veiðigjöld á síld lækka langmest, um 57 prósent. Kolmunni lækkar um 44 prósent og hlýri um 33 prósent. Engin gjöld á loðnu Hér að neðan má sjá töflu sem sýnir veiðigjöld ársins og næsta árs og breytingu milli ára. Veiðigjöld á þrjár fiskitegundir detta út og gjöld á aðrar þrjár bætast við. Það skýrist af því að útreikningur veiðigjalda miðar við þarnæsta ár á undan. Þannig verða til að mynda engin veiðigjöld innheimt vegna loðnu á næsta ári, að því gefnu að kvóti verði gefinn út, þar sem að engin loðna var veidd í fyrra. Vísir
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira