Síminn sækir 35 milljarða 9. desember 2005 03:30 Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum. Innlent Viðskipti Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum.
Innlent Viðskipti Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira