Lítur björtum augum fram á veg 2. janúar 2005 00:01 Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Hljótt hefur verið um Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, að undanförnu en fyrir nokkru tók hann sér frí frá stjórnmálunum og læknisstörfunum. Hann mætir hins vegar tvíefldur leiks á nýju ári enda eru horfurnar bjartar. "Mjög svo, vegna þess að nýjasta skoðanakönnun sem gerð var um fylgi flokkanna í borginni sýnir að við erum ekki lengur minnsta stjórnmálaaflið heldur Framsóknarflokkurinn. Það eru mér mjög kærkomin tíðindi," segir Ólafur en neitar því þó hlæjandi að hjólin hafi farið að snúast hjá flokknum eftir að hann fór í leyfi. "Ég met þetta nú svo að þetta sé vegna góðra starfa F-listans á kjörtímabilinu." Sú breyting hefur verið gerð á stjórnkerfi borgarinnar að þeir flokkar sem eru í borgarstjórn geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í föstum nefndum borgarinnar og telur Ólafur að það muni auka vægi F-listans verulega, auk þess að nú verður hægt að virkja mun fleiri til starfa. "Borgarstjórnarflokkur F-listans mun hefja störf á þessu ári sem tíu manna hópur og þegar við komum fram fyrir næstu kosningar erum við öfluga liðsheild sem er vel inni í öllum málum." Hálft annað ár er til kosninga og býst Ólafur síður við að sameinaður Reykjavíkurlisti verði í kjöri. "Ég stórefast um það og ég tel það gott fyrir stöðu borgarmála að R-listinn hætti að ganga út á það að halda framsóknarmönnum í lykilstöðu í borgarkerfinu. Ég hugsa að verði staðan önnur en í síðustu kosningum séu sóknarfæri fyrir okkur Frjálslynda þar sem búast má við að margir sem hugsi hlýtt til okkar treysti sér frekar til að greiða okkur atkvæði því þeir óttast síður að atkvæðið falli dautt niður. Þetta var notað gegn okkur síðast." Ólafi líst ágætlega á nýja borgarstjórann, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, enda hafa þau setið lengi saman í borgarstjórn. Hins vegar kveðst hann sakna Þórólfs Árnasonar. "Hann var ekki atvinnustjórnmálamaður og því var það áberandi hjá honum að hann hlustaði meira á rödd andstæðinga sinna en atvinnustjórnmálamönnum er tamt." Þótt Ólafur hafi í nógu að snúast í borgarmálunum má ekki gleyma að hann er læknir að aðalstarfi og hann hlakkar til að hitta skjólstæðinga sína á nýjan leik. "Það er alltaf erfitt fyrir heimilislækni að taka sér frí því tengsl læknisins við skjólstæðinga sína eru mjög sterk. Það sýnir sig að fólk hérlendis eins og annars staðar vill hafa sinn heimilislækni. Á sama hátt og ég met það mikils þá finnst mér vont að vera ekki í kallfæri við fólkið mitt eins og hefur verið nú í vetur," segir Ólafur og bætir því við að án stuðnings skjólstæðinga sinna úr heimilslæknastarfinu hefði hinn óvænti árangur F-listann tæpast orðið að veruleika.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent