Innlent

ASÍ krefjist endurskoðunar

Margt bendir nú til þess að Alþýðusamband Íslands muni í haust krefjast endurskoðunar á kjarasamningnum sem sambandið gerði við Samtök atvinnulífsins í fyrra þar sem forsendur hans viðrast brostnar. ASÍ segir að áhrif hækkunar á gjaldskrám opinberrar þjónustu hjá ríki og sveitarfélögum séu þau að verðbólga verði áfram mun hærri en gengið var út frá við gerð kjarasamninganna. Þar hafi verið miðað við að hún yrði 2,5% í samræmi við markmið Seðlabankans. Þegar í maí á síðasta ári hafi hún hins vegar farið yfir 3% og engar horfur séu á að hún lækki á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×