Innlent

Ríkisvaldið seilist í vasa öryrkja

"Mér virðist sem hækkun komugjalda á heilsugæslustöðvar sé um 12-16%," sagði Arnþór. "Bætur almannatrygginga hækka um 3,5% og frítekjumarkið um 5%. það er því augljóst að nokkuð er verið að skerða hlut þeirra sem þurfa á læknisaðstoð að halda. Auðvitað munar þá lífeyrisþega, sem hafa lítið annað en bætur almannatrygginga, mest um slíkar hækkanir. Því hefur verið haldið fram, að þessi gjöld hafi ekki hækkað um nokkurt skeið. En þá ber að líta á að sátt hefur verið um að halda þeim frekar í lágmarki og þegar á annað borð þarf að gera verðbreytingar er óeðlilegt að þær séu meiri en nemur verðbólgunni hverju sinni og hækkunum bótanna." Arnþór benti á að þegar aðrar hækkanir í heilbrigðiskerfinu væru skoðaðar kæmi í ljós að gjöld fyrir ýmsar aðgerðir og sjúkraakstur hækki mun minna. "Það er því svo að mesti skellurinn af þessum hækkunum lendir á lífeyrisþegum eins og jafnan þegar hagræða þarf í heilbrigðiskerfinu," sagði Arnþór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×