Impregilo skuldar hundruð milljóna 10. janúar 2005 00:01 Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira