Með kíló af kókaíni innvortis 10. janúar 2005 00:01 Tæplega þrítugur Ungverji situr í gæsluvarðhaldi eftir að hann var tekinn í Leifsstöð með tæpt kíló af kókaíni innvortis þegar hann kom til landsins í lok síðasta mánaðar. Er þetta mesta magn sem vitað er til að maður hafi komið með innvortis hingað til lands. Nígeríumaður var handtekinn í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag í tengslum við málið. Ungverjinn gleypti efnin, sem pakkað hafði verið í rúmlega áttatíu hylki, á Kanaríeyjum þar sem hann er búsettur. Frá Kanaríeyjum flaug maðurinn til Madridar, þaðan til Parísar og loks til Íslands. Á ferð sinni tókst honum ekki að halda fíkniefnapakkningunum innvortis og skilaði um þriðja hluta efnanna út úr líkamanum á leiðinni. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá heldur skolaði af hylkjunum og gleypti aftur. Í Leifsstöð vaknaði grunur tollvarða um að maðurinn hefði fíkniefni í fórum sínum og var hann sendur í röntgenskoðun þar grunur tollvarðanna var staðfestur. Meltingavegur Ungverjans var stútfullur af fíkniefnum. Á gamlárskvöld hafði Ungverjinn náð að skila öllum pakkningunum úr líkamanum. Hann var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Fíkniefnapakkningarnar reyndust vera ótraustar þegar þær byrjuðu að skila sér og vöknuðu áhyggjur meðal lögreglumanna um að þær myndu bresta. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hverjir voru væntanlegir kaupendur kókínsins hér á landi. Nígeríumaðurinn kom til Íslands á miðvikudaginn fyrir tæpri viku síðan og var hann handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tæplega þrítugur Ungverji situr í gæsluvarðhaldi eftir að hann var tekinn í Leifsstöð með tæpt kíló af kókaíni innvortis þegar hann kom til landsins í lok síðasta mánaðar. Er þetta mesta magn sem vitað er til að maður hafi komið með innvortis hingað til lands. Nígeríumaður var handtekinn í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag í tengslum við málið. Ungverjinn gleypti efnin, sem pakkað hafði verið í rúmlega áttatíu hylki, á Kanaríeyjum þar sem hann er búsettur. Frá Kanaríeyjum flaug maðurinn til Madridar, þaðan til Parísar og loks til Íslands. Á ferð sinni tókst honum ekki að halda fíkniefnapakkningunum innvortis og skilaði um þriðja hluta efnanna út úr líkamanum á leiðinni. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá heldur skolaði af hylkjunum og gleypti aftur. Í Leifsstöð vaknaði grunur tollvarða um að maðurinn hefði fíkniefni í fórum sínum og var hann sendur í röntgenskoðun þar grunur tollvarðanna var staðfestur. Meltingavegur Ungverjans var stútfullur af fíkniefnum. Á gamlárskvöld hafði Ungverjinn náð að skila öllum pakkningunum úr líkamanum. Hann var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Fíkniefnapakkningarnar reyndust vera ótraustar þegar þær byrjuðu að skila sér og vöknuðu áhyggjur meðal lögreglumanna um að þær myndu bresta. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hverjir voru væntanlegir kaupendur kókínsins hér á landi. Nígeríumaðurinn kom til Íslands á miðvikudaginn fyrir tæpri viku síðan og var hann handtekinn daginn eftir og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira