Úr gæslu fyrir mistök 13. janúar 2005 00:01 Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira