Verðbólgan að sprengja þolmörkin 14. janúar 2005 00:01 Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum. Innlent Viðskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira