Landsfundur Samfylkingar í vor 14. janúar 2005 00:01 Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir haustið 2003 að hún myndi gefa kost á sér í formannssæti Samfylkingarinnar. Það hefur ekki breyst og segir hún það eðlilegt framhald af því forystuhluverki sem henni var falið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Áætlað var að landsfundur Samylkingarinnar yrði í haust en allt bendir til að honum verði flýtt. Fyrir því eru ýmis rök. Meðal annars þau að mánuði fyrir landsfund fer formannskosningin fram og vilja sumir meina að illu sé best af lokið. Innanbúðarmenn segja að búast megi við langvinnum innanflokksátökum vegna kosninganna og að flokkurinn fái þá meiri tíma til að einbeita sér að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga, með nýjum eða endurkjörnum formanni. Aðspurð hvort hún telji sig geta gert betur en Össur í formannssætinu segir Ingibjörg að frammistaða flokks ráðist ekki eingöngu af formanni heldur sé margt sem komi þar til álita. Það sé margt sem hún vilji gera innan Samfylkingarinnar og hún vill sækja umboð flokksmanna til þeirra verka eftir þessum leiðum. Hún telur ekki að baráttan um stólinn muni skaða flokkinn því kosningarnar séu eðlilegar og lýðræðislegar í stórum flokki sem Samfylkingunni. Og Samfylkingarmenn búast við skemmtilegum og hörðum átökum um formannssætið, enda mikið undir. Kannski einn forsætirráðherrastóll eða svo, eins og það var orðað. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir haustið 2003 að hún myndi gefa kost á sér í formannssæti Samfylkingarinnar. Það hefur ekki breyst og segir hún það eðlilegt framhald af því forystuhluverki sem henni var falið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Áætlað var að landsfundur Samylkingarinnar yrði í haust en allt bendir til að honum verði flýtt. Fyrir því eru ýmis rök. Meðal annars þau að mánuði fyrir landsfund fer formannskosningin fram og vilja sumir meina að illu sé best af lokið. Innanbúðarmenn segja að búast megi við langvinnum innanflokksátökum vegna kosninganna og að flokkurinn fái þá meiri tíma til að einbeita sér að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga, með nýjum eða endurkjörnum formanni. Aðspurð hvort hún telji sig geta gert betur en Össur í formannssætinu segir Ingibjörg að frammistaða flokks ráðist ekki eingöngu af formanni heldur sé margt sem komi þar til álita. Það sé margt sem hún vilji gera innan Samfylkingarinnar og hún vill sækja umboð flokksmanna til þeirra verka eftir þessum leiðum. Hún telur ekki að baráttan um stólinn muni skaða flokkinn því kosningarnar séu eðlilegar og lýðræðislegar í stórum flokki sem Samfylkingunni. Og Samfylkingarmenn búast við skemmtilegum og hörðum átökum um formannssætið, enda mikið undir. Kannski einn forsætirráðherrastóll eða svo, eins og það var orðað.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira