Lögreglufréttir 24. janúar 2005 00:01 Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Ölvaðir undir stýri Átta ökumenn voru teknir af lögreglunni í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Nítján voru teknir fyrir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 31 umferðaróhapp þar sem tjón varð á eignum til lögreglunnar yfir helgina. Bifreið stolið í Breiðholti Silfurgrárri Nissan Sunny bifreið, árgerð 1989, var stolið fyrir framan Breiðholtssundlaug seinnipart sunnudags. Eigandi bifreiðarinnar hafði brugðið sér í sund með dóttur sinni um sex leytið. Þegar feðginin komu upp úr lauginni, tveimur tímum seinna, var bíllinn horfinn. Lögreglan auglýsir eftir bílnum. Númer hans er JJ 669. Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Óhapp við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Ölvaðir undir stýri Átta ökumenn voru teknir af lögreglunni í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Nítján voru teknir fyrir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 31 umferðaróhapp þar sem tjón varð á eignum til lögreglunnar yfir helgina. Bifreið stolið í Breiðholti Silfurgrárri Nissan Sunny bifreið, árgerð 1989, var stolið fyrir framan Breiðholtssundlaug seinnipart sunnudags. Eigandi bifreiðarinnar hafði brugðið sér í sund með dóttur sinni um sex leytið. Þegar feðginin komu upp úr lauginni, tveimur tímum seinna, var bíllinn horfinn. Lögreglan auglýsir eftir bílnum. Númer hans er JJ 669. Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Óhapp við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira