Krefst 94 milljóna af Arngrími 24. janúar 2005 00:01 Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna. Eigandi SHF, Anders K.Saether, hefur átt fyrirtækið, sem er með aðsetur í Ósló, frá árinu 1986. Fyrirtækið og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hefur átt og rekið fimm sögulegar flugvélar sem árlega hafa verið sýndar á 20-30 almennum flugsýningum og hersýningum og auk þess notaðar við gerð kvikmynda. Stefnandi byggir mál sitt á þeirri málsástæðu að komist hafi á skuldbindandi samningur á milli hans og Arngríms þann 2. mars sl., sem hvorki hann sjálfur né stefndi geti fallið einhliða frá án frekari afleiðinga. Stefnda beri að efna þennan samning af sinni hálfu. Í stefnunni segir að utanaðkomandi aðstæður hafi leitt til þess að Saethers fór fyrir nokkru að svipast um eftir heppilegum meðeiganda í SHF. Í lok júlí 2003 hafði stefnandi samband við stefnda og spurði hann hvort hann hefði áhuga á því að gerast aðili að SHF. Eftir nokkurn tíma lýsti stefndi yfir ákveðnum áhuga á því að taka þátt í SHF og fylgdi þeim áhuga sínum eftir með tölvupósti og símtölum. Vegna anna gat stefndi ekki heimsótt stefnanda, eins og til stóð haustið 2003. Hann bauð stefnanda hins vegar til Íslands í desember 2003 til að ræða framhald málsins og þáði stefnandi það boð. Að sögn Saethers kom fljótlega í ljós að til staðar var vænlegur grundvöllur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og ræddu þeir sín á milli grundvallaratriði samnings og náðu meðal annars samkomulagi um viðmiðunarverð eigna SHF, þ.e. flugvélanna, svo og um efni og framsetningu samstarfssamningsins að öðru leyti. Stefnandi kveðst hafa greint stefnda frá því í smáatriðum hvers vegna honum væri það bráðnauðsynlegt að finna fjárfesti til að koma að rekstri SHF. Hann kveðst jafnframt hafa skýrt honum frá því að tíminn skipti miklu máli og því lengur sem það tæki stefnda að taka ákvörðun þeim mun minni væru möguleikar stefnanda til að finna annan fjárfesti. Að sögn stefnanda notuðu stefnandi og stefndi orðið „partners“ í öllum sínum samskiptum á þessum tímapunkti og handsöluðu sín á milli verðandi samstarfssamning. Að sögn Saethers gaf Arngrímur honum ótvírætt til kynna við margvísleg tilefni fram til 2. mars sl. að hann hefði áhuga á því að verða þátttakandi í félagi hans og staðfesti það endanlega í símtali þann 2. mars. Stefndi tilkynnti stefnanda svo um það hinn 14. mars sl. að ekki gæti orðið af „fyrirhuguðum“ kaupum hans á hlut í félaginu vegna aðstæðna sem hann hefði ekki stjórn á. Saether segir vanefndir stefnda hafa þegar haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann persónulega og fyrir fyrirtæki hans. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að efna samning sinn við stefnanda samkvæmt aðalefni þess samnings, þ.e. með greiðslu á jafngildi USD 1.275.000,00 fyrir helmingshlut í SHFA. Miðað við gengi bandaríkjadals hinn 18. maí 2004 (73,66), er lögmaður stefnanda sendi lögmanni stefnda fyrst bréf vegna málsins, nemur stefnufjárhæðin 93.916.500 krónum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna. Eigandi SHF, Anders K.Saether, hefur átt fyrirtækið, sem er með aðsetur í Ósló, frá árinu 1986. Fyrirtækið og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hefur átt og rekið fimm sögulegar flugvélar sem árlega hafa verið sýndar á 20-30 almennum flugsýningum og hersýningum og auk þess notaðar við gerð kvikmynda. Stefnandi byggir mál sitt á þeirri málsástæðu að komist hafi á skuldbindandi samningur á milli hans og Arngríms þann 2. mars sl., sem hvorki hann sjálfur né stefndi geti fallið einhliða frá án frekari afleiðinga. Stefnda beri að efna þennan samning af sinni hálfu. Í stefnunni segir að utanaðkomandi aðstæður hafi leitt til þess að Saethers fór fyrir nokkru að svipast um eftir heppilegum meðeiganda í SHF. Í lok júlí 2003 hafði stefnandi samband við stefnda og spurði hann hvort hann hefði áhuga á því að gerast aðili að SHF. Eftir nokkurn tíma lýsti stefndi yfir ákveðnum áhuga á því að taka þátt í SHF og fylgdi þeim áhuga sínum eftir með tölvupósti og símtölum. Vegna anna gat stefndi ekki heimsótt stefnanda, eins og til stóð haustið 2003. Hann bauð stefnanda hins vegar til Íslands í desember 2003 til að ræða framhald málsins og þáði stefnandi það boð. Að sögn Saethers kom fljótlega í ljós að til staðar var vænlegur grundvöllur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og ræddu þeir sín á milli grundvallaratriði samnings og náðu meðal annars samkomulagi um viðmiðunarverð eigna SHF, þ.e. flugvélanna, svo og um efni og framsetningu samstarfssamningsins að öðru leyti. Stefnandi kveðst hafa greint stefnda frá því í smáatriðum hvers vegna honum væri það bráðnauðsynlegt að finna fjárfesti til að koma að rekstri SHF. Hann kveðst jafnframt hafa skýrt honum frá því að tíminn skipti miklu máli og því lengur sem það tæki stefnda að taka ákvörðun þeim mun minni væru möguleikar stefnanda til að finna annan fjárfesti. Að sögn stefnanda notuðu stefnandi og stefndi orðið „partners“ í öllum sínum samskiptum á þessum tímapunkti og handsöluðu sín á milli verðandi samstarfssamning. Að sögn Saethers gaf Arngrímur honum ótvírætt til kynna við margvísleg tilefni fram til 2. mars sl. að hann hefði áhuga á því að verða þátttakandi í félagi hans og staðfesti það endanlega í símtali þann 2. mars. Stefndi tilkynnti stefnanda svo um það hinn 14. mars sl. að ekki gæti orðið af „fyrirhuguðum“ kaupum hans á hlut í félaginu vegna aðstæðna sem hann hefði ekki stjórn á. Saether segir vanefndir stefnda hafa þegar haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann persónulega og fyrir fyrirtæki hans. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að efna samning sinn við stefnanda samkvæmt aðalefni þess samnings, þ.e. með greiðslu á jafngildi USD 1.275.000,00 fyrir helmingshlut í SHFA. Miðað við gengi bandaríkjadals hinn 18. maí 2004 (73,66), er lögmaður stefnanda sendi lögmanni stefnda fyrst bréf vegna málsins, nemur stefnufjárhæðin 93.916.500 krónum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira