Máttum giftast en ekki búa saman 25. janúar 2005 00:01 Said Hasan, 23ja ára Jórdani sem er giftur íslenskri konu, Ásthildi Albertssdóttur, hefur verið neitað um dvalarleyfi vegna aldurs og honum er bannað að koma hingað í þrjú ár þar sem hann fór ekki úr landi innan tilskilins tíma. Ásthildur segir að það hafi gerst vegna ónógra upplýsinga. Hasan verður 24 ára í ágúst og samkvæmt íslenskum lögum á hann þá að geta fengið dvalarleyfi. Vegna misskilnings hefur hann fyllt út vitlaus eyðublöð og sótti um makaleyfi en það var aldrei grundvöllur fyrir því. Þar sem þeim var aldrei bent á mistökin gátu þau ekki leiðrétt þau. Hasan hefur tvisvar sinnum fengið vinnu uppi á Kárahnjúkum og sótt um atvinnuleyfi en ekki fengið þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Ásthildur gagnrýnir stjórnsýsluna harkalega og telur seint og illa svarað ef svar á annað borð berst. Bréfaskipti fari fram á íslensku, sem Hasan ekki skilur, auk þess sem hann hafi aldrei fengið arabískan túlk nema einu sinni og hann hafi þá talað egypska arabísku, ekki jórdanska, og því hafi misskfilnings gætt. Búið er að kæra það. Þá telur hún að verið sé að teygja lögin, til dæmis varðandi aldurinn. "Maður má gifta sig hvenær sem maður vill. Við erum ósátt við að mega ekki búa saman en geta gift okkur," segir hún og vísar í plögg frá stofnuninni þar sem kemur fram að "ekkert er því til fyrirstöðu að kærandi og kona hans búi saman utan Íslands," segir hún og spyr: "Á að reka mig úr landi?" Hasan á barn á Íslandi og vill því gjarnan búa hér. Hann er kominn til Jórdaníu en er ekki velkominn hjá fjölskyldu sinni þar sem það þykir ekki gott að hann búi ekki með barnsmóður sinni. Embættismenn í Útlendingastofnun gátu engin svör gefið í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Said Hasan, 23ja ára Jórdani sem er giftur íslenskri konu, Ásthildi Albertssdóttur, hefur verið neitað um dvalarleyfi vegna aldurs og honum er bannað að koma hingað í þrjú ár þar sem hann fór ekki úr landi innan tilskilins tíma. Ásthildur segir að það hafi gerst vegna ónógra upplýsinga. Hasan verður 24 ára í ágúst og samkvæmt íslenskum lögum á hann þá að geta fengið dvalarleyfi. Vegna misskilnings hefur hann fyllt út vitlaus eyðublöð og sótti um makaleyfi en það var aldrei grundvöllur fyrir því. Þar sem þeim var aldrei bent á mistökin gátu þau ekki leiðrétt þau. Hasan hefur tvisvar sinnum fengið vinnu uppi á Kárahnjúkum og sótt um atvinnuleyfi en ekki fengið þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Ásthildur gagnrýnir stjórnsýsluna harkalega og telur seint og illa svarað ef svar á annað borð berst. Bréfaskipti fari fram á íslensku, sem Hasan ekki skilur, auk þess sem hann hafi aldrei fengið arabískan túlk nema einu sinni og hann hafi þá talað egypska arabísku, ekki jórdanska, og því hafi misskfilnings gætt. Búið er að kæra það. Þá telur hún að verið sé að teygja lögin, til dæmis varðandi aldurinn. "Maður má gifta sig hvenær sem maður vill. Við erum ósátt við að mega ekki búa saman en geta gift okkur," segir hún og vísar í plögg frá stofnuninni þar sem kemur fram að "ekkert er því til fyrirstöðu að kærandi og kona hans búi saman utan Íslands," segir hún og spyr: "Á að reka mig úr landi?" Hasan á barn á Íslandi og vill því gjarnan búa hér. Hann er kominn til Jórdaníu en er ekki velkominn hjá fjölskyldu sinni þar sem það þykir ekki gott að hann búi ekki með barnsmóður sinni. Embættismenn í Útlendingastofnun gátu engin svör gefið í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira