Þingið ítrekað samþykkt gölluð lög 25. janúar 2005 00:01 Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt að eftirlaunafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi 2003 hafi verið gallað. Þó nokkur dæmi eru um það að Alþingi hafi samþykkt lög sem síðan hafa verð dæmt ólögmæt af dómstólum á síðustu árum. "Þekktustu dæmin tengjast málefnum öryrkja en ríkisstjórnin hefur tapað tveimur málum fyrir Hæstarétti sem Öryrkjabandalagið höfðaði á hendur henni," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Valdimarsdómurinn 1998 var upphaf að því að dómstólar á Íslandi eru farnir að veita stjórnvöldum virkt aðhald," bendir Svanur á en þá úrskurðaði Hæstiréttur að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnarská með því að takmarka veiðileyfi. Mannréttindaákvæðin voru innleidd í íslenska stjórnarskrá 1995 og EES samningurinn var samþykktur en með því urðu Íslendingar að leiða í gildi Evrópulög. "Frægur dómur í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur féll í Mannréttindadómstólnum í Strassbourg og varðaði ábygðarsjóð launa," segir Svanur. Þá féll annar dómur gegn íslenskum stjórnvöldum í Strassbourg og leiddi til grundvallarbreytinga á stjórnskipun landsins þegar aðskilja þurfti valdsvið dómara og sýslumanna. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi verði einfaldlega að vanda sig betur við lagasetningar. "Við verðum að gefa okkur meiri tíma til að skoða betur áhrif laganna, bæði aftur í tímann og fram í tímann. Þegar við erum að setja lög eru þau að vissu leyti afturvirk eins og með eftirlaunafrumvarpið," segir Drífa. "Við erum með mjög góða lögfræðideild hjá Alþingi en oft erum við að afgreiða frumvörp á mjög skömmum tíma," segir hún. Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt að eftirlaunafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi 2003 hafi verið gallað. Þó nokkur dæmi eru um það að Alþingi hafi samþykkt lög sem síðan hafa verð dæmt ólögmæt af dómstólum á síðustu árum. "Þekktustu dæmin tengjast málefnum öryrkja en ríkisstjórnin hefur tapað tveimur málum fyrir Hæstarétti sem Öryrkjabandalagið höfðaði á hendur henni," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Valdimarsdómurinn 1998 var upphaf að því að dómstólar á Íslandi eru farnir að veita stjórnvöldum virkt aðhald," bendir Svanur á en þá úrskurðaði Hæstiréttur að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnarská með því að takmarka veiðileyfi. Mannréttindaákvæðin voru innleidd í íslenska stjórnarskrá 1995 og EES samningurinn var samþykktur en með því urðu Íslendingar að leiða í gildi Evrópulög. "Frægur dómur í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur féll í Mannréttindadómstólnum í Strassbourg og varðaði ábygðarsjóð launa," segir Svanur. Þá féll annar dómur gegn íslenskum stjórnvöldum í Strassbourg og leiddi til grundvallarbreytinga á stjórnskipun landsins þegar aðskilja þurfti valdsvið dómara og sýslumanna. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi verði einfaldlega að vanda sig betur við lagasetningar. "Við verðum að gefa okkur meiri tíma til að skoða betur áhrif laganna, bæði aftur í tímann og fram í tímann. Þegar við erum að setja lög eru þau að vissu leyti afturvirk eins og með eftirlaunafrumvarpið," segir Drífa. "Við erum með mjög góða lögfræðideild hjá Alþingi en oft erum við að afgreiða frumvörp á mjög skömmum tíma," segir hún.
Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira