Trassa að tilkynna aukaverkanir 26. janúar 2005 00:01 Íslenskir læknar sinna tilkynningaskyldu sinni varðandi aukaverkanir lyfja ekki sem skyldi, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Aðeins þrjár tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx bárust stofnuninni á árabilinu 2000 - 2004, eða á þeim tíma sem lyfið var á markaði hér, þar af tvær alvarlegar. Rannveig sagði, að Lyfjastofnun hefðu ekki borist neinar tilkynningar um dauðsföll tengda notkun þessara lyfja hér á Íslandi. Hún sagði enn fremur, að auk þessa hefðu aðstandendur tveggja sjúklinga haft samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast alvarlega af notkun lyfsins, annar þeirra jafnvel látist af völdum þess, en það væru einungis vangaveltur eftir að umræðan hefði hafist um aukaverkanir þess. Mikil umræða hefur orðið erlendis um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx, sem tekið var af markaði eftir að þrjár klínískar rannsóknir höfðu sýnt að hætta væri á hættulegum aukaverkunum af notkun þess, þar á meðal hjartaslagi og heilablóðfalli. Sérfæðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu telja, að fjöldi sjúklinga hafi fengið hjartasjúkdóma eða jafnvel látist af völdum þessara aukaverkana. Ljóst er af tölum frá Tryggingastofnun, að notkun lyfsins hefur verið mikil hér á landi á þeim tíma sem það var leyft. "Það skortir á að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sinni þessari tilkynningaskyldu sinni," sagði Rannveig. "Sumir læknar hringja jafnvel í okkur og velta því fyrir sér hvort um aukaverkanir geti verið að ræða í ákveðnum tilvikum. Þeir eru þá hvattir til að senda tilkynningu, en hún kemur alltof sjaldan." "Vegna þessarar umræðu vil ég benda á að lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa náið samstarf," sagði Rannveig. "Starfandi er vinnuhópur, lyfjagátarnefnd, á vegum Lyfjastofnunar Evrópu. Hann safnar saman upplýsingum um aukaverkanir lyfja frá öllum löndum og ákveður hvort skoða þurfi einhver þeirra nánar. Nú er til dæmis COX 2 hemla lyfjaflokkurinn í sérstakri skoðun ." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslenskir læknar sinna tilkynningaskyldu sinni varðandi aukaverkanir lyfja ekki sem skyldi, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Aðeins þrjár tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx bárust stofnuninni á árabilinu 2000 - 2004, eða á þeim tíma sem lyfið var á markaði hér, þar af tvær alvarlegar. Rannveig sagði, að Lyfjastofnun hefðu ekki borist neinar tilkynningar um dauðsföll tengda notkun þessara lyfja hér á Íslandi. Hún sagði enn fremur, að auk þessa hefðu aðstandendur tveggja sjúklinga haft samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast alvarlega af notkun lyfsins, annar þeirra jafnvel látist af völdum þess, en það væru einungis vangaveltur eftir að umræðan hefði hafist um aukaverkanir þess. Mikil umræða hefur orðið erlendis um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx, sem tekið var af markaði eftir að þrjár klínískar rannsóknir höfðu sýnt að hætta væri á hættulegum aukaverkunum af notkun þess, þar á meðal hjartaslagi og heilablóðfalli. Sérfæðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu telja, að fjöldi sjúklinga hafi fengið hjartasjúkdóma eða jafnvel látist af völdum þessara aukaverkana. Ljóst er af tölum frá Tryggingastofnun, að notkun lyfsins hefur verið mikil hér á landi á þeim tíma sem það var leyft. "Það skortir á að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sinni þessari tilkynningaskyldu sinni," sagði Rannveig. "Sumir læknar hringja jafnvel í okkur og velta því fyrir sér hvort um aukaverkanir geti verið að ræða í ákveðnum tilvikum. Þeir eru þá hvattir til að senda tilkynningu, en hún kemur alltof sjaldan." "Vegna þessarar umræðu vil ég benda á að lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa náið samstarf," sagði Rannveig. "Starfandi er vinnuhópur, lyfjagátarnefnd, á vegum Lyfjastofnunar Evrópu. Hann safnar saman upplýsingum um aukaverkanir lyfja frá öllum löndum og ákveður hvort skoða þurfi einhver þeirra nánar. Nú er til dæmis COX 2 hemla lyfjaflokkurinn í sérstakri skoðun ."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira