Fimm tóku Vioxx, fengu hjartaáfall 27. janúar 2005 00:01 Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira