Fegurðardrottning í forstjórastól 1. febrúar 2005 00:01 Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum." Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum."
Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira