Sérdeild fyrir unga fanga 1. febrúar 2005 00:01 Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni." Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni."
Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira