Innlent

Samstarfi við SHÍ slitið

Slitnað hefur upp úr samstarfi Stúdentaráðs Háskóla Íslands og námsmannahreyfinganna Bandalags íslenskra námsmanna (BÍSN), Iðnnemasambands Íslands (INSÍ) og Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) í kjölfar lánasjóðsfundar síðastliðinn föstudag. Í fréttatilkynningu frá BÍSN, INSÍ og SÍNE segir: Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ), undir forystu Vöku hefur slitið samstarfi við námsmannahreyfingarnar Bandalag íslenskra námsmanna (BÍSN), Iðnnemasamband Íslands (INSÍ) og Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE).Eftir lánasjóðsfund á síðastliðinn föstudag þar sem SHÍ sýndi ekki vilja til samstarfs er ljóst að samstarfi hreyfinganna við SHÍ sé formlega lokið. Þykir okkur það mikið miður því í heilt ár hefur verið reynt að viðhalda samstarfi og samstarfsgrundvelli og hefur það gengið brösuglega en því miður hefur SHÍ ekki sýnt vilja til frekara samstarfs.Við þökkum SHÍ samstarfið undanfarin ár og vonum að það verði í náinni framtíð flötur fyrir því að hefja aftur samstarf, þar sem námsmannahreyfingarnar mæta sem sterkastar inn í samningaviðræður við stjórn LÍN sem ein sterk heild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×