Stærsti vandi íslensks réttarfars 11. febrúar 2005 00:01 Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira