Fangelsið ekki mannsæmandi 14. febrúar 2005 00:01 Sigurður Eiríksson, fangelsisstjóri í fangelsinu á Akureyri, tekur undir með Valtý Sigurðsson fangelsismálastjóra að umrætt fangelsi sé ekki mannsæmandi. Fangarnir hafi ekkert við að vera, útivistaraðstaða sé ófullnægjandi, loftræsing í klefum léleg og áfram megi telja. "Ég held að þetta hafi oft verið í umræðunni í gegnum árin," sagði Sigurður. "En það er ekkert annað að gera ef á að taka á þessu í alvöru. Taka fangelsið alveg í gegn frá grunni eða þá að loka því." Eins og kom fram í máli Valtýs í Fréttablaðinu um helgina hefur verið lokið við að gera drög að stækkun fangelsisins og nemur kostnaðaráætlun 150 milljónum króna. Þar af er breyting á húsnæði lögreglu upp á um 50 milljónir. Fangelsið verður stækkað um tvo klefa þannig að þar verði tíu klefar en megináhersla lögð á að gera það rekstrarhæft sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar sem föngum verði sköpuð aðstaða til vinnu og útbúin aðstaða til heimsókna, sem engin er í dag. "Fangelsið er hvorki fugl né fiskur," sagði Valtýr um ástand þess nú. "Að mínu mati á að loka því ef það verður ekki gert mannsæmandi." Sigurður sagði að atvinnumálin í fangelsinu og heimsóknaraðstaðan hefðu verið helstu vandamálin. Fangar hefðu ekki mikið við að vera, ekki nema það sem hver og einn fyndi sér sjálfur að gera innan fangelsisveggjanna. Spurður um aðstæður til útivistar sagði hann að þær væru ekki góðar. "Það má segja að þeir hafi ekki komist út úr húsinu. Þetta er garður sem er girtur, þannig að þeir sjá ekki neitt nema upp í heiðan himininn. Síðan má segja að loftræsting í klefunum sé léleg." Fangelsið hefur hýst karlmenn á undanförnum árum að sögn Sigurðar. Áður var þar rekið kvennafangelsi í einhvern tíma, en það er löngu aflagt. "Þetta er yfirleitt fullt hérna, því miður," sagði Sigurður. "Það er talað um átta klefa en það eru ekki nema sjö sem eru notaðir. Það gengur ekki að hafa átta manns, það er of mikið." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Sigurður Eiríksson, fangelsisstjóri í fangelsinu á Akureyri, tekur undir með Valtý Sigurðsson fangelsismálastjóra að umrætt fangelsi sé ekki mannsæmandi. Fangarnir hafi ekkert við að vera, útivistaraðstaða sé ófullnægjandi, loftræsing í klefum léleg og áfram megi telja. "Ég held að þetta hafi oft verið í umræðunni í gegnum árin," sagði Sigurður. "En það er ekkert annað að gera ef á að taka á þessu í alvöru. Taka fangelsið alveg í gegn frá grunni eða þá að loka því." Eins og kom fram í máli Valtýs í Fréttablaðinu um helgina hefur verið lokið við að gera drög að stækkun fangelsisins og nemur kostnaðaráætlun 150 milljónum króna. Þar af er breyting á húsnæði lögreglu upp á um 50 milljónir. Fangelsið verður stækkað um tvo klefa þannig að þar verði tíu klefar en megináhersla lögð á að gera það rekstrarhæft sem fangelsi, að sögn Valtýs, þar sem föngum verði sköpuð aðstaða til vinnu og útbúin aðstaða til heimsókna, sem engin er í dag. "Fangelsið er hvorki fugl né fiskur," sagði Valtýr um ástand þess nú. "Að mínu mati á að loka því ef það verður ekki gert mannsæmandi." Sigurður sagði að atvinnumálin í fangelsinu og heimsóknaraðstaðan hefðu verið helstu vandamálin. Fangar hefðu ekki mikið við að vera, ekki nema það sem hver og einn fyndi sér sjálfur að gera innan fangelsisveggjanna. Spurður um aðstæður til útivistar sagði hann að þær væru ekki góðar. "Það má segja að þeir hafi ekki komist út úr húsinu. Þetta er garður sem er girtur, þannig að þeir sjá ekki neitt nema upp í heiðan himininn. Síðan má segja að loftræsting í klefunum sé léleg." Fangelsið hefur hýst karlmenn á undanförnum árum að sögn Sigurðar. Áður var þar rekið kvennafangelsi í einhvern tíma, en það er löngu aflagt. "Þetta er yfirleitt fullt hérna, því miður," sagði Sigurður. "Það er talað um átta klefa en það eru ekki nema sjö sem eru notaðir. Það gengur ekki að hafa átta manns, það er of mikið."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira